Jóna Árný Þórðardóttir
Jóna er með cand.oecon próf í reikningsskilum og endurskoðun frá HÍ auk löggildingar sem endurskoðandi. Jóna er með starfsreynslu sem endurskoðandi og ráðgjafi á sviði fjármála hjá KPMG, fjármálastjóri Fjarðabyggðar og greiningarsérfræðingur innra eftirlits hjá Alcoa Fjarðaáli. Jóna er því með mikla reynslu á sviði fjármála og stjórnunar og hefur víðtæka þekkingu á eftirfarandi sviðum:
- Reikningsskila- og upplýsingakerfi
- Skipulag fjármálaferla og upplýsinga
- Áætlunargerð
- Reikningsskil og skattskil
- Endurskoðun ytri og innri
- Verkefnastjórnun
Jóna situr einnig í eftirfarandi stjórnum og nefndum:
- Formaður stjórnar Vaxtasamnings Austurlands
- Formaður innri endurskoðunarnefndar Sparisjóðs Norfjarðar
- Formaður innri endurskoðunarnefndar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
- Stjórnarmaður í Sparisjóði Norðfjarðar
- Varamaður í stjórn Byggðastofnunar
- Varamaður í reikningsskila og upplýsinganefnd sveitarfélaga
Sigurður Ólafsson
Sigurður er með BA próf í félagsfræði frá HÍ auk MA prófs í mannauðsstjórnun frá Bournemouth University á Englandi. Að loknu háskólanámi hefur Sigurður starfað sem ráðgjafi í mannauðskerfum hjá Skýrr hf, deildarstjóri íslenskrar starfsmannaþjónustu hjá varnarliðinu í Keflavík, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands og mannauðssérfræðingur og fræðslustjóri hjá Alcoa Fjarðaáli. Sigurður er því með mikla reynslu af mannauðsmálum og stjórnun og hefur víðtæka þekkingu. á eftirfarandi sviðum:
- Mannauðskerfi
- Skipulag mannauðs- og fræðslumála
- Stjórnun og stefnumótun
- Straumlínustjórnun (Lean Management)
- Stjórnenda- og teymisþjálfun