Þekking og árangur

Markmið

Gagnráð sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði stjórnunar, fjármála og mannauðs.

Gagnráð leggur áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum að verkefnum sem skila sér í auknum árangri og bættri afkomu.

Sérfræðingar Gagnráða stefna ávallt að því að miðla þekkingu sinni til viðskiptavina og auka þar með getu þeirra til að ná árangri til framtíðar.

Fjármálaráðgjöf

Fjölbreytt alhliða fjármálaráðgjöf er einn af hornsteinum Gagnráða. Víðtæk þekking og reynsla sérfræðinga Gagnráða, á sviði fjármála og rekstrar, nýtist í þau fjölmörgu verkefni sem stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir í sínum daglega rekstri.

Mannauðs- og stjórnunarráðgjöf

Gagnráð býður upp á fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðs og stjórnunar. Sérfræðingar Gagnráða hafa víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnun og stefnumótun, straumlínustjórnun (Lean Managment), stjórnenda- og teymisþjálfun, mannauðskerfum, fræðslumálum, uppbyggingu og virkjun mannauðs.

Um okkur

Eigendur og ráðgjafar Gagnráða eru Sigurður Ólafsson og Jóna Árný Þórðardóttir. Sigurður er mannauðs- og stjórnunarráðgjafi Gagnráða. Sigurður er með 12 ára reynslu af mannauðsmálun og stjórnun og hefur víðtæka þekkingu á þeim sviðum. Jóna Árný er löggiltur endurskoðandi. Jóna er með yfir 10 ára reynslu af stjórnun, ráðgjafa- og endurskoðunarstörfum hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum.